Handbolti

Spenntur fyrir samstarfi Viktors Gísla og Tomas Svensson

Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn í íslenska landsliðshópinn sem var tilkynntur í dag. Hann fær tækifæri til að læra af einum besta markverði allra tíma.

Viktor Gísli er okkar efnilegasti markvörður. Fréttablaðið/Eyþór

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram, er einn fjögurra nýliða sem Guðmundur Guðmundsson valdi í íslenska landsliðshópinn fyrir Gulldeildina, æfingamót í Noregi í næsta mánuði.

Viktor Gísli, sem er fæddur árið 2000, þykir mikið efni og miklar vonir eru bundnar við hann í framtíðinni.

Þegar Guðmundur var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari í síðasta mánuði var greint frá því að Tomas Svensson yrði markvarðaþjálfari Íslands. Svensson, sem var um langt árabil í hópi bestu markvarða heims, og Guðmundur unnu saman hjá Rhein-Neckar Löwen og danska landsliðinu. 

Guðmundur kveðst spenntur fyrir samstarfi Viktors Gísla og Svensson.

 „Það er stórkostlegt, sérstaklega fyrir Viktor Gísla að komast í hendurnar á Tomasi. Hann er efnilegasti markvörður sem við eigum en hann þarf að vinna vel í sínum málum. Það er mikilvægt að hann fái leiðsögn frá Tomasi alla dagana sem við æfum,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í dag. „Svo sjáum við hvað gerist. Það tekur markverði yfirleitt lengri tíma að ná fullri getu.“

Björgvin Páll Gústavsson er á sínum stað í íslenska hópnum og þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur inn fyrir Ágúst Elí Björgvinsson.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Hvalrekinn Tomas Svensson

Handbolti

Aron verður fyrirliði í Noregi | Alexander gaf ekki kost á sér

Handbolti

Enginn Guðjón Valur en Haukur og Viktor fá tækifæri

Auglýsing

Nýjast

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing