Ís­lenska karla­lands­liðið í hóp­fim­leikum tryggði sér sæti í úr­slitum Evrópu­meistara­mótsins með frammi­stöðu sinni í undan­keppninni í Lúxem­borg í dag.

Strákarnir byrjuðu á gólfi og gerðu nokkur dýr­keypt mistök sem gerðu það verkum að það yrði smá og brekka að komast í úrslit enda afar sterkt mót karla­megin í ár. Strákarnir fengu ekki nema 15,750 á gólfi sem er langt frá þeirra bestu frammi­stöðu.

Ís­lensku strákarnir unnu sögu­frægt silfur á EM í fyrra en hóp­fim­leikar karla hafa verið á mikilli upp­leið á Ís­landi síðustu ár en nú leit út um stund eins og úr­slitin væru í hættu. Úrslitin fara fram á laugardaginn og verða í beinni útsendingu á RÚV.

Strákarnir gerðu síðan á­gætis trampólín en smá­vægi­leg mis­tök gerði það að verkum að þetta yrði á­fram tæpt. Á sama tíma voru lið Aserbaídsjan og Ítalíu að eiga mót lífs síns. Ís­lenska liðið var því með bakið upp við vegg fyrir síðasta á­haldið, sem var dýnan.

Spennan var áþreifanleg í íslenska stuðningsmannahópnum í Lúxemborg er margir óttuðust að úrsltitin væru fyrir bí.

Pressan hafði þó engin á­hrif á strákana sem svöruðu með nær full­komnum dýnu­æfingum þar sem allir lentu sín stökk.

Helgi Lax­dal heillaði á­horf­endur líkt og venju­lega með ó­trú­legum stökk­seríum sínum en hann keppti meðal annars með tvö­falt fram­heljar­stökk með beinum líkama og tveimur og hálfri skrúfu á gólfi og hlaut mikið lof fyrir. Helgi var fyrstur í heimi til að fram­kvæma stökkið á stór­móti á EM í fyrra og lengur enginn það eftir hér í höllinni.

Strákarnir eiga helling af stigum inni fyrir helgina þá sér­stak­lega á gólfi. Nú er bara slaka á og reyna komast á verð­launa­pallinn á laugar­daginn.

Strákarnir ná ágætis hæð úr trampólíninu.
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson