Körfubolti

Spáðu fyrir um hversu langt Jón Axel og félagar komast

Að vanda er hægt að senda inn spá hvernig úrslitin í March Madness fara en engum hefur tekist að spá fyrir um öll úrslitin rétt.

Jón Axel hefur verið í lykilhlutverki og er með næst flestar mínútur í liðinu með 13 stig, 6,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Fréttablaðið/Getty

Venju samkvæmt er hægt að spá fyrir um úrslit March Madness úrslitakeppninnar, 64-liða úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans en Ísland á fulltrúa þetta árið í Jóni Axeli Guðmundssyni sem leikur með Davidson Wildcats.

Hér getur fólk skráð sig til leiks og fyllt út töfluna (e. bracket).

Fyrsti leikur Davidson er gegn Kentucky Wildcats, einu sterkasta liði bandaríska háskólakörfuboltans en liðið hefur í tvígang á síðustu sex árum komist alla leið í úrslitaleikinn og vann titilinn í annað skiptið. 

Með skólanum hafa leikmenn á borð við John Wall, DeMarcus Cousins, Anthony Davis og Karl-Anthony Towns á undanförnum árum ásamt Sam Bowie sem var á sínum tíma valinn með valréttinum á undan Michael Jordan.

Þrátt fyrir það hefur Bleacher Report ágætis trú á að Davidson geti unnið Kentucky og unnið fyrstu leikina en finnst ólíklegt að þeir komist í 8-liða úrslitin (e. elite eight) sem Steph Curry kom liðinu í fyrir tíu árum.

Getur hver sem er spáð fyrir um úrslitin í þessari sögufrægu úrslitakeppni en engum hefur tekist að spá fyrir um öll úrslitin. Eru líkurnar á því eru einn gegn 92.000.000.000.000.000.000 þar sem á ári hverju detta stórlið út gegn minni spámönnum í hverri umferð.

Hægt er að skrá sig hér en Warrenn Buffet, þriðji ríkasti maður heims, bauð hverjum þeim starfsmanni sínum sem spáir rétt fyrir um fyrstu þrjár umferðirnar, hvaða lið komast í 8-liða úrslitin, milljón dollara á mánuði þar til sá einstaklingur deyr.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Elvar leikur í Frakklandi á næstu leiktíð

Körfubolti

Ingi Þór: Rétti tíminn til þess að koma aftur í KR

Körfubolti

Ingi Þór tekur við KR á nýjan leik

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Króatar senda mann heim sem neitaði að koma inn á

Sport

Hann spáir 37 stiga hita þegar Ísland mætir Nígeríu

HM 2018 í Rússlandi

Maradona æfur: Þetta var skandall

HM 2018 í Rússlandi

Neitaði að taka við verðlaunum fyrir mann leiksins

Fótbolti

Um­deildri brons­styttu af Ron­aldo skipt út fyrir nýja

HM 2018 í Rússlandi

Svipta Pogba markinu gegn Ástralíu

Auglýsing