Á fimm þúsund fermetra sumarbústaðalandi knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er að finna bæði sparkvöll og gestahús.

Greint var frá því í gær að uppboð myndi fara fram í vikunni á húsinu til að standa straum af skuldum sem liggja á því.

Samkvæmt vef Þjóðskrár er á eigninni að finna tvö hús. Annað þeirra er tæpir 128 fermetrar og hitt er aðeins um 25 fermetrar en það er gestahús.

Nærri bústaði Gylfa Þórs eru nokkrir bústaðir en þó enginn eins veglegur og hans.