HM 2018 í Rússlandi

Ráku þjálfarann tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM

Spænska knattspyrnusambandið hefur rekið Julen Lopetegui sem landsliðsþjálfara, degi eftir að tilkynnt var að hann myndi taka við Real Madrid eftir HM.

Lopetegui stýrir Spánverjum ekki á HM. Fréttablaðið/Getty

Julen Lopetegui hefur verið rekinn sem þjálfari spænska fótboltalandsliðsins, aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik þess á HM í Rússlandi.

Í gær staðfesti Real Madrid að Lopetegui myndi taka við liðinu eftir HM. Forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins voru afar ósáttir við vinnubrögð Lopeteguis og ráku hann.

Spánverjar standa því eftir þjálfaralausir fyrir leikinn gegn Portúgölum í Sochi á föstudaginn.

Lopetegui tók við spænska liðinu eftir EM 2016. Hann stýrði liðinu í 20 leikjum; 14 þeirra unnust og sex enduðu með jafntefli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Kroos gagnrýnir Özil: „Margt af þessu er kjaftæði“

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

Auglýsing

Nýjast

Allt í hers höndum hjá Bordeaux

Sonur Hålands heldur áfram að slá í gegn

Átta stig í forystu þegar átta leikir eru eftir

Einum sigri frá úrslitaleiknum

Már settti Íslandsmet í 100 metra baksundi

Sjö íslenskir leikmenn eiga möguleika

Auglýsing