HM 2018 í Rússlandi

Ráku þjálfarann tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM

Spænska knattspyrnusambandið hefur rekið Julen Lopetegui sem landsliðsþjálfara, degi eftir að tilkynnt var að hann myndi taka við Real Madrid eftir HM.

Lopetegui stýrir Spánverjum ekki á HM. Fréttablaðið/Getty

Julen Lopetegui hefur verið rekinn sem þjálfari spænska fótboltalandsliðsins, aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik þess á HM í Rússlandi.

Í gær staðfesti Real Madrid að Lopetegui myndi taka við liðinu eftir HM. Forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins voru afar ósáttir við vinnubrögð Lopeteguis og ráku hann.

Spánverjar standa því eftir þjálfaralausir fyrir leikinn gegn Portúgölum í Sochi á föstudaginn.

Lopetegui tók við spænska liðinu eftir EM 2016. Hann stýrði liðinu í 20 leikjum; 14 þeirra unnust og sex enduðu með jafntefli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

BBC: Aðeins tveir með hærri einkunn en Hannes

HM 2018 í Rússlandi

Wilshere að yfirgefa Arsenal eftir sautján ár

HM 2018 í Rússlandi

Góð byrjun Rússa heldur áfram

Auglýsing

Nýjast

Sport

Zlatan í næsta Body Issue tímariti ESPN

HM 2018 í Rússlandi

Segir ekki ósætti innan þýska landsliðsins

HM 2018 í Rússlandi

Aftur byrjaði Senegal á sigri

Enski boltinn

Arsenal að kaupa þýskan markvörð

HM 2018 í Rússlandi

Blatter væntan­legur til Rúss­lands: Sér tvo leiki

HM 2018 í Rússlandi

Neymar haltraði af æfingu

Auglýsing