Sport

Ráku þjálfarann tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM

Spænska knattspyrnusambandið hefur rekið Julen Lopetegui sem landsliðsþjálfara, degi eftir að tilkynnt var að hann myndi taka við Real Madrid eftir HM.

Lopetegui stýrir Spánverjum ekki á HM. Fréttablaðið/Getty

Julen Lopetegui hefur verið rekinn sem þjálfari spænska fótboltalandsliðsins, aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik þess á HM í Rússlandi.

Í gær staðfesti Real Madrid að Lopetegui myndi taka við liðinu eftir HM. Forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins voru afar ósáttir við vinnubrögð Lopeteguis og ráku hann.

Spánverjar standa því eftir þjálfaralausir fyrir leikinn gegn Portúgölum í Sochi á föstudaginn.

Lopetegui tók við spænska liðinu eftir EM 2016. Hann stýrði liðinu í 20 leikjum; 14 þeirra unnust og sex enduðu með jafntefli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Markmiðið var að vinna gull

Handbolti

Selfoss á toppinn

Auglýsing

Nýjast

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Barcelona komið í úrslit á HM

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Auglýsing