Sport

Ráku þjálfarann tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM

Spænska knattspyrnusambandið hefur rekið Julen Lopetegui sem landsliðsþjálfara, degi eftir að tilkynnt var að hann myndi taka við Real Madrid eftir HM.

Lopetegui stýrir Spánverjum ekki á HM. Fréttablaðið/Getty

Julen Lopetegui hefur verið rekinn sem þjálfari spænska fótboltalandsliðsins, aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik þess á HM í Rússlandi.

Í gær staðfesti Real Madrid að Lopetegui myndi taka við liðinu eftir HM. Forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins voru afar ósáttir við vinnubrögð Lopeteguis og ráku hann.

Spánverjar standa því eftir þjálfaralausir fyrir leikinn gegn Portúgölum í Sochi á föstudaginn.

Lopetegui tók við spænska liðinu eftir EM 2016. Hann stýrði liðinu í 20 leikjum; 14 þeirra unnust og sex enduðu með jafntefli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Í beinni

Í beinni: Ísland - Japan, 12-12

Handbolti

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Enski boltinn

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Auglýsing

Nýjast

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Austin eignast atvinnumannalið

Aurier handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Sigur gæti búið til úrslitaleik um sæti í milliriðli

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Auglýsing