Meðal þeirra sem spádómur FourFourTwo fjallaði um var David Beckham, fyrrum knattspyrnumaður liða á borð við Manchester United og Real Madrid.

Það má með sanni segja að spádómur breska tímaritsins hafi ekki hitt í mark, ólíkt aukaspyrnum Beckhams í gegnum hans knattspyrnuferil.

Beckham var valinn kynþokkafyllsti maður jarðarinnar árið 2015 af tímaritinu People.

Spádómur FourFourTwo náði til ársins 2020, nú er árið 2021, Beckham er 46 ára gamall og langt frá því að geta flokkast sem ófríður maður.

Hann er nú einn af eigendum bandaríska knattspyrnuliðsins Inter Miami og var á dögunum ráðinn sem einn af fulltrúum Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram á næsta ári.

Beckham var hluti af hinum fræga 92' árgangi hjá Manchester United, spilaði á sínum tíma 388 leiki fyrir, skoraði 85 mörk og gaf 104 stoðsendingar. Hann varð sex sinnum enskur meistari með liðinu og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu tímabilið 1998/1999.

Í júlí árið 2003 færði hann sig um set til spænska stórveldisins Real Madrid, spilaði þar 159 leiki, skoraði 20 mörk og gef 51 stoðsendingu. Hann varð spænskur meistari með félaginu tímabilið 2006/2007 áður en hann hélt til Bandaríkjanna og gekk til liðs við LA Galaxy. Hann átti síðan eftir að spila með AC Milan og franska liðinu París Saint-Germain áður en að knattspyrnuskórnir fóru á hilluna.

Þá spilaði hann 115 A-landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim leikjum 17 mörk.