Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í Bestu deild karla er því spáð að Víkingur Reykjavík verji meistaratitilinn og rétt hafi betur en Breiðablik annað árið í röð.

Spáin var birt í dag og fengu nýliðar Fram áberandi fæst stig í spánni.

Víkingar fengu 367 stig í spánni, þremur stigum meira en Breiðablik en næstir komu Valsmenn með 334 stig. KR, FH og Stjarnan komu næst í röðuninni.

Því er spáð að Keflavík fylgdi Fram niður í haust en að ÍBV og ÍA sleppi fyrir horn. KA og Leiknir sigla lygnan sjó rétt fyrir ofan fallsætið ef marka má spánna.

Spá fyrirliða, formanna og þjálfara fyrir Bestu deild karla 2022:

 1. Víkingur R. - 367 stig
 2. Breiðablik - 364 stig
 3. Valur - 334 stig
 4. KR - 316 stig
 5. FH - 299 stig
 6. Stjarnan - 223 stig
 7. KA - 207 stig
 8. Leiknir R. - 160 stig
 9. ÍA - 120 stig
 10. ÍBV - 112 stig
 11. Keflavík - 82 stig
 12. Fram - 68 stig