Samkvæmt spá fyrirliða, formanna og þjálfara verður það Stjarnan sem endurheimtir deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild karla en nýliðarnir stoppa stutt í efstu deild.

Spáin var opinberuð í hádeginu í dag sem og spá fjölmiðlamanna fyrir komandi tímabil sem hefst á fimmtudaginn.

Ef spáin rætist er von á harðri baráttu á milli Stjörnunnar og Tindastóls um efsta sætið en Val er spáð þriðja sætinu. Keflavík fær heimavallarrétt í úrslitakeppninni ef spáin rætist í fjórða sæti.

KR sem hefur Íslandsmeistaratitil að verja í sjötta sinn er spáð í fimmta sæti,r étt á undan Grindavík og Njarðvík. Því er spáð að ÍR verði síðasta liðið í úrslitakeppnina.

Haukar gætu gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni en Þór Þorlákshöfn er talsvert á eftir Haukum í spánni í 10. sæti.

Nýliðunum í Hetti er spáð 11. sæti og Þórsurum frá Akureyri 12. sæti og fara því báðir nýliðarnir niður ef spáin rætist.

Domino´s deild karla · Spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaga. Mest var hægt að fá 432 stig, minnst 36 stig.

 1. Stjarnan - 375
 2. Tindastóll 372
 3. Valur 359
 4. Keflavík 317
 5. KR 264
 6. Grindavík 244
 7. Njarðvík 236
 8. ÍR 197
 9. Haukar 170
 10. Þór Þorlákshöfn 118
 11. Höttur 93
 12. Þór Akureyri 63