Íslenski boltinn

Spá Fréttablaðsins: Keflavík hafnar í 12. sæti

Fréttablaðið spáir því að Keflavík stoppi stutt við Pepsi-deild karla að þessu sinni.

Fréttablaðið spáir því að Keflavík endi í 12. sæti Pepsi-deildar karla.

Keflvíkingar fengu aðeins 10 stig þegar þeir voru síðast í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og féllu. Þeir lentu í 3. sæti Inkasso-deildarinnar 2016 en eftir það tímabil tók Guðlaugur Baldursson við liðinu. Undir hans stjórn endaði það í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra og endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildinni.

Lið Keflavíkur er að stærstum hluta skipað heimamönnum í bland við sterka erlenda leikmenn sem hafa allir verið a.m.k. eitt tímabil í herbúðum þess. 

Keflvíkingar hafa bætt litlu við sig í vetur og gengið á undirbúningstímabilinu hefur verið misjafnt. Það er því hætt við að róðurinn verði þungur fyrir Keflavík í sumar.

Marc McAusland er fyrirliði Keflavíkur. Fréttablaðið/Ernir

Styrkleikar

Eins og áður sagði er lið Keflavíkur að mestu skipað heimamönnum. Guðlaugur gaf ungum leikmönnum á borð við Ísak Óla Ólafssyni, Sindra Þór Guðmundssyni og Adam Árna Róbertssyni tækifæri í fyrra og þeir gripu það með báðum höndum. Jeppe Hansen dró sóknarvagn Keflvíkinga í fyrra og varð markakóngur Inkasso-deildarinnar. Hann hefur áður spilað og skorað í Pepsi-deildinni og þarf að sýna sínar bestu hliðar í sumar.

Spurningarmerkin

Er hópurinn nægilega sterkur fyrir stóra sviðið? Þótt það sé ágætis reynsla í liðinu eru ungir menn í burðarhlutverkum og það er mikið lagt á þeirra herðar.

Jeppe Hansen skoraði 15 mörk í Inkasso-deildinni í fyrra. Fréttablaðið/Ernir

Lykilmaðurinn

Jeppe Hansen kom fyrst hingað til lands 2014 þegar hann gekk í raðir Stjörnunnar. Hann lék alls 38 leiki með Garðabæjarliðinu í Pepsi-deildinni og skoraði 16 mörk. Seinni hluta sumarsins 2016 lék Jeppe með KR þar sem hann fann sig ekki. Danski framherjinn er nú mættur aftur í Pepsi-deildina með nýliðum sem treysta á mörk frá honum.

Fylgist með

Hinn 17 ára gamli Ísak Óli Ólafsson er einn af okkar efnilegustu varnarmönnum. Var í stóru hlutverki hjá Keflavík í fyrra, lék alla leikina í Inkasso-deildinni nema einn og var valinn efnilegasti leikmaður hennar. Í vetur fór Ísak á reynslu til Derby County og Leeds United sem vildi semja við hann. Ísak er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem spilar með Keflavík því bróðir hans, Sindri Kristinn, ver mark liðsins.

Guðlaugur Baldursson þjálfar í efstu deild í fyrsta sinn í 12 ár. Fréttablaðið/Anton

Þjálfarinn

Guðlaugur Baldursson tók við Keflavík fyrir síðasta tímabil og kom liðinu strax upp í Pepsi-deildina. Tólf ár eru síðan Guðlaugur þjálfaði í efstu deild en þá var hann við stjórnvölinn hjá ÍBV. Hann gerði fína hluti með ÍR á árunum 2008-11 og var svo aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar hjá FH í nokkur ár.

Jóhann B. Guðmundsson hefur lagt skóna á hilluna. Fréttablaðið/Daníel

Félagaskiptamarkaðurinn


Komnir:
Aron Freyr Róbertsson frá Grindavík
Bojan Stefán Ljubicic frá Fjölni
Jonathan Faerber frá Reyni S.

Farnir:
Jónas Guðni Sævarsson hættur
Fannar Orri Sævarsson til Víðis (á láni)
Jóhann B. Guðmundsson hættur

Árangur síðustu fimm ára

2013: 9. sæti (24 stig)
2014: 8. sæti (25 stig)
2015: 12. sæti (10 stig)
2016: 3. sæti í B-deild (35 stig)
2017: 2. sæti í B-deild (46 stig)

Sindri Kristinn Ólafsson átti gott tímabil í fyrra. Fréttablaðið/Ernir

Tölfræðin í fyrra

Danirnir Jeppe Hansen og Lasse Rise skoruðu samtals 19 af 43 mörkum Keflavíkur í fyrra

Sindri Kristinn Ólafsson hélt níu sinnum hreinu í Inkasso-deildinni í fyrra, oftast allra

Sindri varði báðar vítaspyrnurnar sem hann fékk á sig í fyrra

Keflavík skoraði 28 mörk í seinni hálfleik, sex mörkum meira en næstu lið

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Víkings á Fylki í aldarfjórðung

Íslenski boltinn

Ungu strákarnir í stuði í Egilshöll

Íslenski boltinn

Tímamótamark Lennons tryggði FH sigur í Grindavík

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Auglýsing