Ef spá félaganna í Subway-deild karla og fjölmiðla rætast verða tvö sigursælustu körfuboltalið Íslandsmóts karla, KR og ÍR að berjast fyrir lífi sínu í vetur.

KKÍ kynnti spánna í hádeginu í dag en deildin hefst í næstu viku.

Félögin spá því að Keflavík endi sem meistarar en fjölmiðlar spáðu Tindastólsmönnum titlinum að þessu sinni. Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals eru í fjórða sæti hjá félögunum og því þriðja hjá fjölmiðlamönnum.

Allir aðilar voru sammála um að ÍR og Höttur myndu falla en athygli vekur að KR er spáð tíunda sæti. Með því myndi KR missa af sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan 1994 eða frá því að tekin voru upp átta liða úrslit.

Frá því að úrslitakeppnin var fyrst tekin upp árið 1984 hefur KR komist í úrslitakeppnina 34 sinnum á 38 árum.

Spá félaganna:

 1. Keflavík
 2. Tindastóll
 3. Njarðvík
 4. Valur
 5. Þór Þ.
 6. Stjarnan
 7. Breiðablik
 8. Haukar
 9. Grindavík
 10. KR
 11. Höttur
 12. ÍR

Spá fjölmiðla:

 1. Tindastóll
 2. Keflavík
 3. Valur
 4. Njarðvík
 5. Stjarnan
 6. Þór Þ.
 7. Breiðablik
 8. Grindavík
 9. Haukar
 10. KR
 11. ÍR
 12. Höttur