HM 2018 í Rússlandi

Southgate hefur valið hóp sinn

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið þá 23 leikmenn sem munu taka þátt fyrir hönd Englands á HM í Rússlandi í sumar. Eins og breskir fjölmiðlar greindu frá í gær eru Joe Hart og Jack Wilshere ekki í hópnum að þessu sinni.

Gareth Southgate hefur valið leikmannahóp sinn fyrir HM í sumar.

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið þá 23 leikmenn sem munu taka þátt fyrir hönd Englands á HM í Rússlandi í sumar. Eins og breskir fjölmiðlar greindu frá í gær eru Joe Hart og Jack Wilshere ekki í hópnum að þessu sinni. 

Adam Lallana, sóknartengiliður Liverpool, er ekki í hópnum, en hann er nýstiginn upp úr meiðslum og glímdi við meiðsli lungann af síðustu leiktíð. Chris Smalling, miðvörður Manchester United, er heldur ekki í hópnum sem Southgate velur.

Athygli vekur að hinn ungi leikmaður Liverpool, Trent Alexander-Arnold, sem hefur leikið vel með liðinu í vetur hlýtur náð fyrir augum Southgate. Þá er Ruben Loft­us-Cheek, sem spilaði með Crystal Palace í vetur, einn af miðvallarleikmönnunum sem skipa hópinn.

Leik­manna­hóp­ur Eng­lands lítur svona út:

Markverðir: Jack But­land, Jor­d­an Pickford, Nick Pope.

Varn­ar­menn: Kyle Wal­ker, Kier­an Trippier, Al­ex­and­er-Arnold, John Stones, Gary Ca­hill, Phil Jo­nes, Harry Maguire, Ashley Young, Danny Rose.

Miðju­menn: Eric Dier, Fabi­an Delph, Jor­d­an Hend­er­son, Loft­us-Cheek, Jesse Lingard, Dele Alli, Raheem Sterl­ing.

Fram­herj­ar: Harry Kane, Marcus Rash­ford, Jamie Var­dy, Danny Wel­beck.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Kroos gagnrýnir Özil: „Margt af þessu er kjaftæði“

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing