Timothy Weah, sonur knattspyrnumannsins goðsagnarkennda George Weah, er á förum frá PSG til Lille í frönsku deildinni.

Timothy þykir afar efnilegur en fékk lítið af tækifærum hjá PSG áður en hann eyddi síðari hluta tímabilsins á láni hjá Celtic í Skotlandi.

PSG hefur nú hafið viðræður við Lille sem lenti í 2. sæti frönsku deildarinnar um kaupverðið á Weah.

George, pabbi hans varð fyrsti maðurinn frá Afríku sem hlaut Gullboltann (e. Balon d'Or) og er í dag forseti Líberíu.