Haas tilkynnti í dag að Mick Schumacher, sonur hins goðsagnarkennda Michael Schumacher, muni keyra fyrir liðið á næsta tímabili.

Schumacher keyrir fyrir akedemíulið Ferrari í Formúlu 2 og er með forskotið í baráttunni um meistaratitilinn í þeim flokki. Hann hefur áður unnið meistaratitilinn í Formúlu 3.

Frumraun Mick mun því koma þrjátíu árum eftir að faðir hans, Michael, keppti í fyrsta sinn í Formúlu 1 í belgíska kappakstrinum.

Michael varð síðar einn sigursælasti ökuþór allra tíma og er goðsögn í akstursíþróttaheiminum eftir að hafa unnið sjö heimsmeistaratitla ökuþóra.

Lewis Hamilton tókst að jafna met Michael fyrr á þessu ári.