Kai Rooney, sonur Wayne Rooney, sýndi í vetur að hann hefur knattspyrnuhæfileikana frá föður sínum en hann skoraði 56 mörk og lagði upp önnur 28 fyrir U12 ára lið Manchester United.

Fjallað er um árangur Kai sem verður þrettán ára síðar á þessu ári í enskum fjömiðlum í dag. Hann er sonur Wayne og Coleen Rooney.

Faðir Kai, Wayne Rooney, er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United með 253 mörk í 559 leikjum.

Hann hefur leikið með akedemíuliði Manchester United frá 2020 og leikur með annars með syni Cristiano Ronaldo.