Fótbolti

Sonur Marcelos með frábæra boltatækni - Myndband

Enzo, átta ára gamall sonur Marcelos hjá Real Madrid, hefur greinilega fengið fótboltahæfileikana í vöggugjöf eins og sést í vinsælu myndbandi. Þar sýnir hann frábær tilþrif með stórstjörnum Real Madrid.

Feðgarnir Enzo og Marcelo á góðri stund. Fréttablaðið/Getty

Myndband þar sem sonur Marcelos, leikmann Real Madrid, sýnir listir sínar með boltann hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Hinn átta ára gamli Enzo tók ruslafötuáskorunina svokölluðu þar sem hann skallaði á milli með stórstjörnum Real Madrid í búningsklefa þeirra. 

Á endanum skallaði Enzo boltann ofan í ruslafötu og var í kjölfarið vel fagnað af leikmönnum Real Madrid.

Marcelo og félagar eiga tvo leiki eftir á tímabilinu; gegn Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn og svo gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu viku síðar.

Real Madrid varð Evrópumeistari 2016 og 2017 og getur því bætt þriðja titlinum í röð í safnið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Fótbolti

Jón Þór: Eigum að stefna á að komast á stórmót

Fótbolti

Rooney hetja í höfuðborginni

Auglýsing

Nýjast

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

Hittu „drottningu fimleikanna“

Jeffs verður aðstoðarmaður Jóns Þórs

Auglýsing