Fótbolti

Sonur Marcelos með frábæra boltatækni - Myndband

Enzo, átta ára gamall sonur Marcelos hjá Real Madrid, hefur greinilega fengið fótboltahæfileikana í vöggugjöf eins og sést í vinsælu myndbandi. Þar sýnir hann frábær tilþrif með stórstjörnum Real Madrid.

Feðgarnir Enzo og Marcelo á góðri stund. Fréttablaðið/Getty

Myndband þar sem sonur Marcelos, leikmann Real Madrid, sýnir listir sínar með boltann hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Hinn átta ára gamli Enzo tók ruslafötuáskorunina svokölluðu þar sem hann skallaði á milli með stórstjörnum Real Madrid í búningsklefa þeirra. 

Á endanum skallaði Enzo boltann ofan í ruslafötu og var í kjölfarið vel fagnað af leikmönnum Real Madrid.

Marcelo og félagar eiga tvo leiki eftir á tímabilinu; gegn Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn og svo gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu viku síðar.

Real Madrid varð Evrópumeistari 2016 og 2017 og getur því bætt þriðja titlinum í röð í safnið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

Fótbolti

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Fótbolti

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Dortmund sýnir Origi áhuga

Köstuðu leik­föngum til veikra barna | Mynd­band

Sarri ætlar að reyna að leggja frá sér sígaretturnar

Auglýsing