Elsti sonur LeBron James er farinn að sýna góða takta með menntaskólaliði Sierra Canyon og tók ESPN saman helstu tilþrif hans til þessa.

Strákurinn sem heitir einfaldlega LeBron James yngri, yfirleitt kallaður Bronny, er á fyrsta ári sínu í menntaskólaliði Sierra Canyon.

Þar leikur hann með Zaire Wade, syni Dwyane Wade sem var liðsfélagi LeBron hjá Miami Heat í fjögur ár.

Hinn fimmtán ára Bronny er bakvörður, ólíkt pabba sínum en er byrjaður að troða með látum þrátt fyrir ungan aldur.

View this post on Instagram

@bronny

A post shared by ESPN (@espn) on