Saif Ben Sulayem, sonur Mohammed Ben Sulayem forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) lét lífið í bílslysi í Dúbaí á þriðjudaginn í síðustu viku.
Þetta hefur FIA staðfest við erlenda fjölmiðla en forsetinn hefur sjálfur beðið um að frið frá fjölmiðlum til þess að vinna úr áfallinu.
Líkt og faðir sinn, var Saif mikill áhugamaður um mótorsport og hafði meira að segja sjálfur að skapa sér nafn á akstursíþróttaferli sínum.
Faðir hans, Mohammed, hefur verið áberandi undanfarin í kringum Formúlu 1 en fyrr á árinu var greint frá því að hann myndi hætta daglegum afskiptum sínum af mótaröðinni en afskipti Mohammed af Formúlu 1 hafa verið afar umdeild.
Hann mun samt sem áður sitja áfram í embætti forseta FIA sem hann var kosinn í undir lok ársins 2021.