Saif Ben Sula­yem, sonur Mohammed Ben Sula­yem for­seta Al­þjóða akstur­s­í­þrótta­sam­bandsins (FIA) lét lífið í bíl­slysi í Dúbaí á þriðju­daginn í síðustu viku.

Þetta hefur FIA stað­fest við er­lenda fjöl­miðla en for­setinn hefur sjálfur beðið um að frið frá fjöl­miðlum til þess að vinna úr á­fallinu.

Líkt og faðir sinn, var Saif mikill á­huga­maður um mótor­sport og hafði meira að segja sjálfur að skapa sér nafn á akstur­s­í­þrótta­ferli sínum.

Faðir hans, Mohammed, hefur verið á­berandi undan­farin í kringum For­múlu 1 en fyrr á árinu var greint frá því að hann myndi hætta dag­legum af­skiptum sínum af móta­röðinni en af­skipti Mohammed af For­múlu 1 hafa verið afar um­deild.

Hann mun samt sem áður sitja á­­fram í em­bætti for­­seta FIA sem hann var kosinn í undir lok ársins 2021.