Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, kynnti í dag helstu atriði sem fram koma í reglugerð sem mun taka við gildandi reglum um sóttvarnir á landinu á þriðjudaginn kemur.

Þar munu þau tilmæli sem gilt hafa um íþróttastarf á Íslandi koma inn í reglugerðina. Þannig verður áfram æfinga- og keppnisbann hjá börnum og fullorðnum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær til þrjár vikurnar.

Sömu reglur munu gilda um íþróttaiðkun innan- og utandyra í þeirri reglugerð sem verður kynnt nánar með auglýsingu ráðherra á morgun.

Áfram verður hins vegar heimilt að stunda íþróttir utan höfuðborgarsvæðisins.