Þetta kemur fram í tilkynningu frá handboltadeild Stjörnunnar rétt í þessu.

Kemur fram að Sólveig hafi verið fimmtán ára gömul þegar hún kom í Stjörnuna og leikið allann sinn feril með félaginu fyrir utan eitt ár í atvinnumennsku.

Sólveig var hluti af þremur Íslandsmeistaraliðum Stjörnunnar og vann fimm bikarmeistaratitla með Garðbæingum.

Þá lék hún 63 leiki fyrir Íslands hönd og fór með liðinu á fyrsta stórmót kvennalandsliðsins í handbolta árið 2010.