Sólveig J.Larsen hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals. Sólveig kemur til Hlíðarendafélagsins frá Breiðablik en hún var lék sem lánsmaður hjá Fylki síðasta sumar.

Sólveig sem er tvítug hefur leikið 44 leiki í efstu deild og skorað í þeim leikjum töv mörk. Þá á hún að bak 32 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Valsmenn tilkynntu enn fremur í dag að félagið hefði sett á laggirnar nýtt kvennalið sem leika mun undir merkjum Knattspyrnufélags Hlíðarenda.

KH er ætlað fyrir efnilega leikmenn félagsins en Efnilegustu leikmenn 3. og 2. flokks Vals munu spila í deildarkeppni meistaraflokks sem mun veita þeim góðan undirbúning fyrir meistaraflokk Vals.

Fram kemur í tilkynningu Vals að náið samstarf verði um verkefnið milli Arnars Páls Garðarssonar, þjálfara KH, og Péturs Péturssonar og Eiðs Ben Eiríkssonar, þjálfara meistaraflokks Vals.