Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United eyddi nokkrum orðum í vandræðapésann Mason Greenwood á blaðamannafundi hans fyrir leik Manchester United og Crystal Palace. Solskjær kom reyndar ekkert inn á vegan trítlana sem Greenwood tók ástfóstri við hér á landi en eins og alþjóð veit kláraði hann heilan poka af trítlunum þegar hann þverbraut allar Covid reglur landsliðsins. Hann var sendur heim með skottið á milli lappana í kjölfar næturævintýris síns hér á landi. Skömmu síðar birtust myndir af honum taka inn hláturgas - sem hefur tröllriðið ungu fólki í Englandi að undanförnu.

Solskjær sagði að hann hefði óskað eftir því við enska knattspyrnusambandið að Greenwood færi ekki með til Íslands. „Ég talaði við hann en það sem þar fór fram er á milli okkar. Þegar tímabilinu lauk hafði hann tvær vikur í frí en er kallaður í landsliðið. Ég reyndi eins og ég gat að fá hann lausan undan verkefninu. Við spurðum enska sambandið hvort hann gæti sleppt verkefninu og gefið honum hvíld. En það gekk ekki og það fyrsta sem er gert er að setja hann fyrir framan myndavélarnar og látinn sinna fjölmiðlum.

Ég og félagið hafa reynt að hjálpa honum og verndað hann en þegar hann kemst aftur í daglega rútínu verður hann í lagi.“

Solskjær sagði að Greenwood hefði æft einn vegna Covid reglna sem hann þverbraut á Íslandi og félagið lét fólk, gott fólk samkvæmt Solskjær, líta eftir pilti enda lét enska pressan hann ekki vera. Eðlilega.