Ole Gunnar Solskjaer skaut léttum skotum á Manchester City í aðdraganda nágrannaslagsins í Manchester-borg um helgina.

Síðustu ár hafa stuðningsmenn Manchester United þurft að fylgjast með nágrönnum sínum landa stærstu titlunum á meðan uppskeran hefur verið rýr á Old Trafford.

Þegar Solskjaer kom til Englands var City í neðri deildunum og liðu því fimm ár þar til að Solskjaer mætti City fyrst á vellinum.

„Að minnsta kosti mætast liðin árlega núna. Það var löng bið hjá mér eftir fyrsta borgarslagnum sem leikmaður en nú eru breyttir tímar og City er með betra lið en þegar ég var leikmaður.“