Solskjær og fjölskylda hafa því haldið af stað í smá ferðalag saman, nokkrum dögum eftir að Manchester United tapaði á heimavelli fyrir erkifjendum sínum í Manchester City.

Knattspyrnustjórinn og fjölskyldufaðirinn var myndaður ásamt fjölskyldu sinni á Manchester flugvelli. Þar steig hann upp í einkaþotu ásamt eiginkonu sinni og börnum þeirra.

Starf Solskjærs er talið öruggt eins og sakir standa núna. David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greindi frá því í gær að Solskjær fengi að minnsta kosti að stýra næsta leik liðsins á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir ellefu umferðir.