„Ég vona að skilji félagið eftir á betri stað en þegar ég tók við. Hérna hef ég eignast frábæra vini fyrir lífstíð og unnið með frábærum samstarfsfólki og leikmönnum," sagði Ole Gunnar Solskjær í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United um viðskilnað sinn við félagið.

„Þegar ég kveð þá fer ég út um framdyrnar þar sem ég mun áfram verða stuðningsmaður félagsins sem ég elska. Stuðningsmennirnir hafa verið magnaðir frá því að ég tók við og vonandi verð ég áfram velkominn á Old Trafford," segir hinn fráfarandi knattspyrnustjóri.

„Liðið er í góðum höndum hjá Michael Carrick sem ég ber mikla virðingu fyrir og elska af öllu hjarta. Nú brjótast tilfinngarnar fram þegar ég ræði um góðan vin minn.

Vonandi kemst Manchester United áfram í Meistaradeild Evrópu með sigri í leik liðanna í næstu viku.

Ég mun horfa á leikinn stoltur og styðja liðið. Farið með kassann upp og leggið ykkur fram fyrir Manchester United eins og þið hafið ávallt gert," sagði Norðmaðurinn sem barðist á þessum tíma við að halda aftur tárunum sem voru að brjótast fram.

Margir deila hjartnæmum myndum af Solskjær á samfélagsmiðlum í dag. Hér sést hann faðma einn stuðningsmann Manchester United í kveðjuskyni.