Ole Gunnar Solskjaer segir að hann muni ekki leitast eftir skyndilausnum og kaupa marga leikmenn í sumar þegar félagsskiptaglugginn opnar.

Ljóst er að Manchester United vinnur enga bikara þetta tímabilið og á erfiða baráttu framundan um eitt af fjórum efstu sætunum í deildinni.

Solskjaer var ráðinn sem tímabundinn stjóri í desember og nýtti sér ekki janúargluggann.

Hann skrifaði undir langtíma samning í vor og er því að fara í fyrsta félagsskiptagluggann sem þjálfari félagsins.

„Það koma nýjir leikmenn inn í sumar en það verða ekki margir, ekki sex. Ég held að enginn þjálfari hafi áhuga á slíkum breytingum, betra er að dreifa þessu yfir nokkra félagsskiptaglugga og byggja upp liðið hægt og bítandi,“ sagði Solskjaer og hélt áfram:

„Það er ekki til nein skyndilausn, það þarf að taka þetta fyrir skref fyrir skref.“