Manchester United mætir Liverpool þegar enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla fer af stað eftir landsleikjahlé um næstu helgi. Leikurinn er liður í níundu umferð deildarinnar.

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United gæti endurheimt nokkra af þeim leikmönnum sem hafa verið fjarri góðu gamni síðustu vikurnar í þeim leik.

Anthony Martial er farinn að æfa á nýjan leik og þá gætu Paul Pogba, Aaron Wan-Bissaka, Victor Lindelof og Luke Shaw einnig verið með í leiknum sem fram fer á Old Trafford á sunnudaginn kemur.

Þá er mögulegt að Jesse Lingard og Mason Greenwood snúi til baka inn á völlinn í þeim leik en það er þó ólíklegra en hjá fyrrgreindum leikmönnum.

Liverpool er fyrir leikinn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 24 stig á meðan Manchester United er í 12. sæti deildarinnar með níu stig.