Ole Gunnar Sol­skjær gæti orðið at­vinnu­laus innan skamms. Stjórn Manchester United hefur kallað til neyðar­fundar í kjöl­far vand­ræða­legs 4-1 taps liðsins gegn Wat­ford í dag.

Frá þessu greinir The Times, á­samt ítalska fót­bolta­sér­fræðingnum Tancredi Pal­meri.

Ole hefur ekki átt sjö dagana sæla en undan­farið hefur gengi liðsins verið hörmu­legt. Liðið hefur að­eins unnið einn leik af síðustu sjö í öllum keppnum og situr í sjöunda sæti deildarinnar með að­eins 17 stig.

Manchester United er víðs­fjarri topp­liði Chelsea sem er með 29 stig eftir glæsi­legan sigur í dag á móti lán­lausu liði Leicester.

Tapið í dag gæti orðið bana­biti Norð­mannsins, sem átti frá­bæran feril sem leik­maður Manchester United, en þess má geta að Wat­ford hafði ekki unnið heima­leik síðan í fyrstu um­ferð.