Körfuboltakonan Sóllilja Bjarna­dótt­ir hef­ur samið við við Umeå í Svíþjóð en það er Karf­an.is sem greinir frá þessu.

Sóllilja, sem lék með Breiðabliki á síðustu leiktíð, mun leggja stund á doktors­nám sitt í Umeå næsta vetur og mun samhliða námi sínu leika körfubolta í úrvalsdeild.

Umeå hafnaði í ní­unda sæti sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar í vor og mun leik­a í Evr­ópu­keppni á kom­andi leiktíð.

Auk þess að spila með Breiðabliki hef­ur Sóllilja einnig leikið með Stjörn­unni, Val og KR á ferli sínum.