Körfuboltakon­an Sóllilja Bjarna­dótt­ir hef­ur snúið aftur á heimahaga sína og samið við uppeldisfélag sitt Breiðablik. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Breiðabliki.

Sóllilja gekk til liðs við KR frá Breiðablik fyrir síðasta keppnistímabil en hún skoraði 5,4 stig að meðaltali í leikjum KR-liðsins síðasta vetur, tók fjög­ur frá­köst og gaf eina stoðsend­ingu.

Auk komu Sóllilju kemur fram í tilkynningunni að Isa­bella Ósk Sig­urðardótt­ir hafi fram­lengt samn­ing sinn við Breiðabli en hún missti síðustu leiktíð vegna hné­meiðsla.

Þar áður var Isabella Ósk lyk­illeikmaður í liði Blika. Keppnisttíma­bilið 2017 til 2018 skoraði Isabella 9,1 stig að meðaltali fyr­ir Blika, tók tíu frá­köst og gaf tvær stoðsend­ing­ar.