Ís­lands­mótinu í golfi lauk í dag en mótið fór fram á Jaðar­svelli hjá Golf­klúbbi Akur­eyrar og er þetta í 18. sinn sem mótið fer fram á vellinum. Keppt var um Ís­lands­meistara­titilinn í karla­flokki í 80. sinn og í kvenna­flokki í 55. sinn.

Hulda Clara Gests­dóttir og Aron Snær Júlíus­son, bæði frá Golf­klúbbi Kópa­vogs og Garða­bæjar, GKG, fóru með öruggan sigur af hólmi og fögnuðu Ís­lands­meistara­titlinum. Um var að ræða fyrsta sigur þeirra beggja á Ís­lands­móti.

Lokaniðurstöður mótsins.
Mynd/Golfsamband Íslands

Sigur þeirra var sögu­legur að því leitinu til að þetta er í fyrsta sinn sem kylfingur GKG sigrar í kvenna­flokki auk þess sem báðir Ís­lands­meistararnir eru úr röðum GKG.

Hulda Clara lék hringina fjóra á 2 höggum yfir pari sam­tals en Ragn­hildur Kristins­dóttir úr GR kom þar á eftir með 9 högg yfir pari. Aron Snær sigraði á sex höggum undir pari en á eftir honum kom Jóhannes Guð­munds­son úr GR með tvö högg undir pari.

Klúbburinn hefur sigrað níu sinnum í karla­flokki, að titlinum í ár með­töldum. Birgir Leifur er með 6 titla, en aðrir sem hafa sigrað eru Sig­mundur Einar Más­son og Bjarki Péturs­son.