Mynd­skeið sem birtist á sam­fé­lags­miðlum í gær, eftir leik Stjörnunnar og Aftur­eldingar í Olís­deild karla í hand­bolta, hefur vakið töluverða at­hygli en þar sést starfs­maður Stjörnunnar á leiknum rjúka í Gunnar Mal­mquist, leik­mann Aftur­eldingar í fagnaðar­látum liðsins sem vann 26-29 sigur á Garðbæingum.

Starfsmaður Stjörnunnar, var fyrrum landsliðsmaðurinn í handbolta, Sigurður Bjarnason. Gunnar og Sigurður hittust í Garðabæ í dag og slíðruðu sverðin.

,,Ég ber að­eins í LED skilti í eigu Stjörnunnar sem er fyrir aftan mig og sparka ör­lítið í það og þá fæ ég, að ég tel, fyrr­verandi lands­liðs­mann Sigurð Bjarna­son á mig og hann tekur á­gæt­lega á kallinum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í dag.

„Ekkert vesen," skrifar Stjarnan við færslu á samfélagsmiðlum þar sem Sigurður og Gunnar takas tí hendur.

„Við sættumst bara eftir þetta, ég tók í spaðann á honum og baðst inni­legrar af­sökunar á þessu. Það eru til­finningar í þessu og svona getur gerst, það er bara þannig. Maður reynir að hafa eins gaman að þessu og maður getur," sagði Gunnar um málið í dag.