Þetta er í fyrsta skipti í rúm fimmtán er sem lið með Tom Brady innaborðs tapar leik án þess að skora stig. Með sigri hefði Tampa Bay tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en allt kom fyrir ekki.

Ekkert snertimark var skorað í leiknum, þrjú vallarmörk voru skoruð og þau skoraði Brett Maher, sparkari New Orleans Saint.

Það gekk ekkert upp hjá Tom Brady og félögum og Brady var auðsjáanlega pirraður með það.

Það gerðist síðast árið 2006 að leið með leikstjórnandann Tom Brady innanborðs tapaði án þess að skora stig í leiknum. Brady var þá 29 ára gamall, hann er nú 44 ára gamall.

Það hjálpaði ekki til hjá Tampa Bay Buccaneers að þrír af þeirra lykilleikmönnum, Fournette, Godwin og Evans voru allir frá og hefðbundni valkostir Brady voru því ekki til staðar. Frammistaða hans var heldur ekkert til að hrópa húrra yfir. hann missti boltann frá sér í tvígang og átti nokkrar misheppnaðar sendingar.

,,Við stóðum okkur ekki vel, þetta var bara erfitt kvöld fyrir okkur og við gerðum fátt rétt. Við þurfum að verða betri, leggja meira á okkur. Það er mikið af fótbolta eftir og nú reynum við bara að ná sigri í næstu viku," sagði Tom Brady á blaðamannafundi eftir leik í gær.