Phil Mickelson og Bryson DeChambeau mættust en meðspilarar þeirra voru þeir Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers og Tom Brady, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers úr NFL-deildinni.

Áður hafa Tiger Woods, Charles Barkley, Stephen Curry og Peyton Manning tekið þátt í leiknum sem stefnir að því að styrkja góðgerðarmálefni.

Að þessu sinni safnaðist peningur til að greiða 6,3 milljónir máltíða til fjölskyldna sem eiga í erfiðleikum að koma mat á borðið í samstarfi við Feeding America.

Þá söfnuðust 2,6 milljónir dala til verkefnis sem Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna setti á laggirnar sem heitir My Brother's Keeper. Þar er markmiðið að auðvelda aðgengni ungra karlmenn af afrískum-amerískum uppruna að námi.

Að vanda var létt yfir þátttakendum þar sem það var veitt skotleyfi á hvorn annan.

DeChambeau og Rodgers höfðu betur þegar þeir komust fjórum holum yfir þegar þrjár holur voru eftir á The Reserve Golf Course í Montana sem er í 7500 feta hæð frá sjávarmáli.