Raheem Sterling, leik­maður enska lands­liðsins í knatt­spyrnu mun snúa aftur til Katar og hjálpa liðinu í komandi verk­efni þess í 8-liða úr­slitum mótsins eftir að hafa yfir­gefið lands­liðs­hópinn og haldið heim til Eng­lands eftir að brotist var inn á heimili hans og fjöl­skyldunnar.

Frá þessu er greint í fjöl­miðlum ytra nú í morgun en Sterling flýtti sér heim til þess að vera með fjöl­skyldu sinni á þessum ó­þægi­legu tímum eftir inn­brotið og missti hann því af verk­efni enska lands­liðsins gegn Senegal í 16-liða úr­slitum HM.

Enska knatt­spyrnu­sam­bandið hefur gefið út yfir­lýsingu í tengslum við málið þar sem segir að Sterling verði mættur til Al Wakrah í Katar á morgun, degi fyrir leik Eng­lands gegn Frakk­landi í 8-liða úr­slitum.

Enginn úr fjöl­skyldu Sterling var heima þegar að inn­brotið átti sér stað en mennirnir sem stóðu fyrir inn­brotinu voru vopnaður og höfðu með sér þýfi metið á rúm 300 þúsund pund eða því sem jafn­gildir 20 milljónum ís­lenskra króna.

Tveir menn hafa verið hand­teknir í tengslum við málið og sitja þeir nú í gæslu­varða­haldi.