FH sem rétt bjargaði sér frá falli hefur ákveðið að ráða Heimi til starfa en hann verður kynntur á stuðningsmannakvöldi í kvöld.

Fram hefur komið að Sigurvin Ólafsson verði í teyminu með Heimi. Sigurvin kom til starfa hjá FH ásamt Eiði Smára Guðjohnsen í sumar.

Eiður steig til hliðar í október og nú virðist ljóst að hann kemur ekki til baka. Heimir hefur þjálfað HB í Færeyjum og Val frá því að FH rak hann.

Hann varð meistari í Færeyjum og Íslandsmeistari með Val en var rekinn úr starfi á Hlíðarenda í sumar.

Heimir stýrði FH frá 2008 til 2017 og varð liðið á þeim tíma fimm sinnum Íslandsmeistari.