Stórveldið Juventus á Ítalíu mun snúa aftur í FIFA, einn vinsælasta tölvuleik heims, í næstu útgáfu hans.

Það er EA Sports sem gefur út FIFA. PES, annar knattspyrnutölvuleikur, keypti hins vegar réttinn á öllu tengdu Juventus árið 2019 og hefur EA því ekki mátt nota nafn félagsins í tölvuleikjum sínum síðan.

Nú hefur EA Sports hins vegar endurheimt réttinn til að nota nafn Juventus.

Þetta er tilkynnt með flottu myndbandi þar sem Juventus-goðsögnin Claudio Marchisio spilar stórt hlutverk.

Myndbandið má sjá hér að neðan.