Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, sem er ríkjandi deildarmeistari ákvað á dögunum að gefa vænan hluta af skósafni sínu. Um var að ræða ellefu skópör í stærðinni 42,5 sem allir voru lítið sem ekkert notaðir.

Snorri Steinn stillti þeim upp á borði á heimavelli Vals að Hlíðarenda og gátu gestir og gangandi tekið sér par til eigin nota .

„Konan mín er búin að segja mér að gefa skóna í þónokkurn tíma. Og nú geri ég það loksins. Þetta er algjörlega hennar hugmynd. Ég hef heldur ekkert við skóna lengur að gera og hefði átt að vera löngu búinn að gera þetta,“ segir í samtali við heimasíðu UMFÍ.

Þar hvetur Snorri Steinn aðra íþróttamenn sem liggja á skóm þeir eru ekki að nota að fylgja eftir fordæmi hans. „Ég veit að íþróttafólk á þetta á lager,“

Valsmenn eru þessa dagana að undirbúa sig undir stjórn Snorra Steins fyrir komandi átök í Olísdeildinni. Valur sækir FH heim í Kaplakrika í fyrstu umferð deildarinnar fimmtudagskvöldið 10. september.