Skíðagöngu­menn­irn­ir Isak Stian­son Peder­sen og Snorri Ein­ars­son kepptu í liðakeppni í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt. Þeir félagar komu í mark á 21:05,66 mín­út­um og sá tími skilaði þeim í 20. sæti í undankeppni greinarinnar.

Isak og Snorri komust ekki í úrslit en Isak hef­ur lokið keppni á leik­un­um í ár. Snorri er eini íslenski keppandinn sem á enn eftir að keppa en hann tekur þátt í 50 kíló­metra göngu á laug­ar­dag­inn kemur. Það er sterk­asta grein Snorra.

Sturla Snær Snorra­son, sem er nýstiginn upp úr veikindum eftir að hafa smitast af kórónaveirunni í Peking féll úr keppni í svigi í nótt.