Framundan er þó erfitt leikjaprógram hjá Manchester United og ljóst að ef Solskjær nær ekki að snúa genginu við verði hann látinn fara.

Margir knattspyrnustjórar hafa verið orðaðir við stöðuna á Old Trafford. Nöfn knattspyrnustjóra á borð við Antonio Conte, Zinedine Zidane, Brendan Rodgers og Mauricio Pochettino, hafa verið nefnd til sögunnar en á vefsíðunni Football365 er einn maður nefndur á nafn sem hefur alls ekki verið í umræðunni þrátt fyrir góðan árangur undanfarið.

Það er Frakkinn Christophe Galtier sem er knattspynustjóri franska liðsins Nice. Christophe hafði áður gert frábæra hluti hjá Lille og St. Etienne. Undir hans stjórn á árunum 2009-2017 vann St. Etienne sinn fyrsta titil í áraraðir og varð reglulegur þátttakandi í Evrópukeppnum.

Christophe Galtier
GettyImages

Hann tók síðan við Lille í desember árið 2017 er liðið sat í 18. sæti frönsku deildarinnar. Christophe forðaði Lille frá falli á því tímabili.

Tímabilið 2018/19 var allt annað upp á teningnum en fallbarátta. Lille endaði í 2. sæti frönsku deildina og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Það var síðan á síðasta tímabili sem hann gerði félagið að Frakklandsmeisturum. Christophe er mjög taktískur, hefur hingað til átt auðvelt með að þjálfa og hafa stjórn á leikmannahóp sínum.

Luis Campos, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lille, hefur áður sagt að Christophe myndi geta unnið frábært starf sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni, leikstíll hans hentar vel fyrir deildina. ,,Christophe hefur alla þá kosti sem einkenna góðan knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni. Hann er mjög gáfaður og nákvæmur í undirbúningi sínum með lið. Han aðhyllist kerfi sem svipa til 4-4-2 og myndi henta ensku úrvalsdeildinni vel. Hann er einnig frábær í að mótivera lið," sagði Campos í viðtali við Sky Sports fyrr á árinu.

GettyImages

Christophe tók við Nice fyrir yfirstandandi tímabil og undir hans stjórn hefur liðið byrjað vel, situr í þriðja sæti frönsku deildarinnar með 19 stig eftir 9 leiki, tveimur stigum frá öðru sætinu og níu frá því fyrsta.