Greint var frá málinu í DPRK, fréttamiðli í Norður-Kóreu sem einblínir á íþróttir.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu halda því fram að kórónaveiran hafi ekki enn komið til landsins og er þetta hluti af markmiði þeirra að halda veirunni frá íbúum landsins.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Norður-Kórea sniðgengur Ólympíuleikana eftir að hafa neitað að taka þátt í Los Angeles 1984 og fjórum árum síðar í Seúl.