Talið er að minnsta kosti 129 hafi látið lífið í tengslum við óeirðirnar í leik Arema FC og Persebaya Surabaya um nýliðna helgi sem endaði með tapi heimaliðsins Arema. Stuðningsmenn liðsins brugðust illa við tapinu en viðbrögð lögregluyfirvalda hefur verið gagnrýnt harðlega. Ofbeldi á fótboltaleikjum í Indónesíu er ekki óþekkt en liðin tvo hafa verið erkifjendur í langan tíma.

Lögregla brást við með því að skjóta táragasi að mannmergðinni sem endaði með múgæsingu þegar fólk reyndi að komast út af vellinum. Fjöldamargir urðu undir fólksfjöldanum við útganginn og köfnuðu.

Leikmenn Arema FC sneru aftur á heimavöll sinn í dag þar sem fram fór minningarstund. Þá hefur haf blóma myndast fyrir utan leikvanginn, fólk kemur þangað, syrgir og stendur saman.

Leikmenn og þjálfarateymi Arema FC komu saman á leikvangi félagsins
Fréttablaðið/GettyImages
Skiljanlega var um erfiða stund að ræða fyrir alla
Fréttablaðið/GettyImages
Óeirðirnar brutust út á leikvanginum og sjá má umerki þeirra á myndum sem ljósmydari á vegum GettyImages tók
Fréttablaðið/GettyImages
Fyrir utan leikvanginn safnast fólk saman og syrgir
Fréttablaðið/GettyImages
Haf blóma hefur myndast
Fréttablaðið/GettyImages
Það eiga margir um sárt að binda
Fréttablaðið/GettyImages
Fréttablaðið/GettyImages

Þó svo að lands­lið Indónesíu sé ekki þekkt fyrir af­rek sín inn á knatt­spyrnu­vellinum þá er á­huginn á knatt­spyrnu í landinu afar mikill. Knatt­spyrnu­saga Indónesíu er þyrnum stráð þar sem meðal annars tvær mis­munandi deildir héldu því fram að þær væru efsta deild landsins. Þá var landið bannað frá öllum al­þjóð­legum keppnum á vegum FIFA árið 2015 eftir það sem töldust ó­eðli­leg inn­grip stjórn­valda í Indónesíu

„Knatt­spyrnu­á­huga­fólk í Indónesíu kvartar yfir því að augu fjöl­miðla víðs vegar um heim eigi það til að ein­blína á nei­kvæðar sögur sem berast frá leikjum í landinu frekar en að kafa dýpra í knatt­spyrnu menninguna. Öll sem hafa farið á knatt­spyrnu­leik í Indónesíu geta borið vitni um að það getur verið frá­bær upp­lifun en líka ógnandi," skrifar John Duer­d­en á vef The Guar­dian.

John segir þetta til að mynda hafa orðið til þess að á­flog milli stuðnings­manna beggja liða hafi orðið kveikjan að at­burðar­rásinni sem fór af stað.

„Það hefði ekki verið í fyrsta skiptið sem slíkt hefði gerst en í þessu til­viki var ein­göngu að finna stuðnings­menn Arema Malang þar sem stuðnings­menn Per­sebaya Sura­ba­ya voru ekki leyfðir á leik­vanginum þar sem koma átti í veg fyrir mögu­leg átök."

Indónesía sé land þar sem of­beldi komi oft til sögunnar í tengslum við knatt­spyrnu­leiki. Talið er að um 74 dauðs­föll hafi átt sér stað á árunum 1994 til 2019.

„Yfir­völd í Indónesíu hafa átt í erfið­leikum með að eiga við þetta. Þá hjálpar getu­leysið við að takast á við svona at­burði, spillingin og stjórn­leysið, ekki til."