„Við erum bara spenntar fyrir þessum leik og getum ekki beðið eftir að leikurinn hefjist. Það er langt síðan við hófum leik í þessari undankeppni og við erum á góðum stað þegar stutt er eftir.“

Mótherjinn er þýska landsliðið, geysisterkt lið með leikmenn í heimsklassa sem leika fyrir stærstu lið heims.

„Þær eru með gott lið en við sýndum það úti í Þýskalandi að við getum náð í úrslit gegn jafn sterkum mótherja,“ sagði Gunnhildur hló þegar hún var spurð hvort að Sara hefði veitt einhverjar upplýsingar um hvort að það væri einhver hjá þeim tæp sem hægt væri að nýta sér.

„Neinei, ekkert svoleiðis. Hún er svo heiðarleg,“ sagði Gunnhildur hlæjandi.

Hún leikur fyrir Utah Royals í NWSL-deildinni og er að ljúka fyrsta tímabili sínu þar í landi. Hún kann vel við lífið í Utah.

„Mér líður afskaplega vel þarna og þetta er klárlega sterkasta deild sem ég hef spilað í. Ég þori ekki að fara með hvort að hún sé sú sterkasta í heiminum þar sem ég hef aldrei spilað í Þýskalandi né Frakklandi en þetta er sterkasta deildin sem ég hef prófað,“ sagði Gunnhildur 

Það vakti athygli á dögunum þegar kom í ljós að hún er efst á lista í deildinni í ansi mörgum tölfræðiþáttum, þ.á.m. mínútum, skallaeinvígjum, sóttum aukaspyrnum og sendingum.

„Það er gaman af þessari tölfræði þótt að ég sé ekkert beint að hugsa mikið út í hana. Það sem skiptir máli er að vinna leiki.“

Listann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.