Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti nýtt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í morgun þegar hún synti á Danska Meistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Helsingor í Danmörku þessa dagana.

Snæfríður Sól synti sundið á tímanum 1:57.47 en gamla metið sem hún átti hún sjálf, 1:58.42. Snæfríður syndir í úrslitum eftir hádegi í dag en hún er með besta tímann inn í úrslitin.

Strangar sóttvarnarreglur eru í Danmörku um þessar mundir en undanþágur veittar fyrir afreksfólk og efstu deildir.

Danska sundsambandinu var veitt undanþága til að halda Danska meistaramótið og er mótið haldið samkvæmt ströngustu sóttvarnarreglum.