Greint er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins í morgun en von er á tilkynningu þess efnis frá ÍSÍ og SSÍ í dag.

Snæfríður var áður búin að ná B-lágmarki í 200 metra skriðsundi en hún mun keppa í þeirri grein og hundrað metra skriðsundi í Japan.

Áður höfðu Anton Sveinn McKee, Ásgeir Sigurgeirsson og Guðni Valur Guðnason öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem hefjast eftir rúmar tvær vikur.

Þá keppir Eyþóra Þórsdóttir fyrir hönd Hollands en hún er fædd og uppalin í Holland en á íslenska foreldra.