Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti í dag ellefu ára gamalt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á danska meistaramótinu í sundi.

Metið setti Snæfríður þegar hún var að synda fyrsta sundið í 4x200 metra boðsundi.

Snæfríður kom í mark á 1:58,42 og bætti með því met Sigrúnar Bráar Sverrisdóttur um rúma sekúndu en met Sigrúnar var upp á 1:59,45.

Snæfríður er einn fulltrúa Íslands á EM í Glasgow í næsta mánuði.