Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í annað sinn í dag þegar hún kom í mark á 1:56,51 á danska meistaramótinu í 25 metra laug.

Fyrir daginn í dag átti Snæfríður Íslandsmetið sem var 1:58,42 en Snæfríði tókst að bæta það í undanúrslitunum þegar hún kom í mark á 1:57,47.

Sundkonan efnilega sem er tvítug bætti því eigið Íslandsmet um tæpar tvær sekúndur í dag og kom í mark í öðru sæti.