Körfubolti

Snæfell með mikilvægan sigur gegn KR

Snæfell náði að saxa á KR í baráttunni um fjórða og síðasta sætið sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni í Dominos-deild kvenna í kvöld á sama tíma og toppliðin þrjú unnu öll leiki sína.

Snæfell og KR eru að berjast um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Fréttablaðið/Ernir

Snæfell náði að saxa á KR í baráttunni um fjórða og síðasta sætið sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni í Dominos-deild kvenna í kvöld á sama tíma og toppliðin þrjú unnu öll leiki sína.

Snæfell var fjórum stigum á eftir KR fyrir leikinn í kvöld og byrjaði heimaliðið leikinn af krafti. Snæfell leiddi með ellefu stigum eftir fyrsta leikhluta og þrettán stigum í hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum.

Lokatölurnar voru 89-81 fyrir Snæfelli sem er tveimur stigum á eftir KR þegar þrír leikir eru eftir en KR á innbyrðis viðureignina á Snæfell.

Á sama tíma unnu toppliðin tvö, Keflavík og Valur, sannfærandi sigra á sama tíma og Stjarnan átti í eilitlum vandræðum gegn Borgnesingum en gerði nóg til að vinna leikinn.

Skallagrímur náði að minnka muninn í þrjú stig í Garðabænum þegar tæp mínúta var eftir en Jóhanna Björk Sveinsdóttir kláraði leikinn með körfu á hinum enda vallarins stuttu síðar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Körfubolti

Capers dæmdur í eins leiks bann

Körfubolti

Vals­­konur deildar­­meistarar eftir sigur á Stjörnunni

Auglýsing

Nýjast

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Auglýsing