Körfubolti

Snæfell hélt KR í 46 stigum

Snæfell vann átján stiga sigur 64-46 á KR í Dominos-deild kvenna á heimavelli sínum í dag stuttu eftir að Stjarnan vann 73-62 sigur á Skallagrími.

Snæfellskonur halda í við Keflavík á toppi deildarinnar. Fréttablaðið/Eyþór

Snæfell vann átján stiga sigur 64-46 á KR í Dominos-deild kvenna á heimavelli sínum í dag stuttu eftir að Stjarnan vann 73-62 sigur á Skallagrími.

Með sigrinum kemst Snæfell aftur upp að hlið Keflvíkinga á toppi Dominos-deildarinnar og eru liðin með tveggja stiga forskot á KR.

Þriggja stiga nýtingin varð KR að falli í dag, Vesturbæingar hittu úr tveimur af 28 skotunum fyrir aftan þriggja stiga línuna og náði KR-sóknin aldrei flugi.

Kristen Denise McCarthy var atkvæðamest í liði Snæfells með 24 stig og 13 fráköst en hjá gestunum var Vilma Kesanen stigahæst með fjórtán stig.

Í Garðabænum léku Borgnesingar í fyrsta sinn undir stjórn Biljana Stanković en tókst ekki að sækja stigin í níu stiga sigri Stjörnunnar.

Gestirnir voru allan tímann inn í leiknum en tókst ekki að sækja sigurinn í Garðabæinn.

Daniella Victoria Rodriguez var nálægt þrefaldri tvennu í dag með 23 stig, 13 fráköst og átta stoðsendingar í liði Stjörnunnar en Shequila Joseph og Maja Michalska voru stigahæstar í liði gestanna með 20 stig hvor.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Fjórar breytingar fyrir leikinn gegn Belgíu

Körfubolti

Tvær goð­sagnir kvöddu lands­liðið með sóma

Enski boltinn

Lacazette missir af leikjunum gegn Rennes

Auglýsing

Nýjast

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum um helgina

Laporte gerir langtíma samning

Ólympíunefndin hafnaði skvassi í fjórða sinn

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Pep hafði ekki áhuga á að þjálfa Chelsea

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing