Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Þeir fóru yfir fréttir vikunnar og ræddu um komu Vé­steins Haf­steins­sonar sem snéri aftur til Ís­lands og á að rífa upp af­reks­í­þróttirnar. Hjör­var hefur á­kveðna skoðun á því máli.

„Ég held að besta leiðin til að búa til af­reks­fólk er að fara í skólana. Vera í mennta­skólum þannig þeir sem eru góðir í í­þróttum séu saman og í kringum hvort annað. Maður hefur heyrt af slíkum prógrömum í Noregi og Dan­mörku.

Ég meina 16 ára Bjarni fer í MR. Þar eru bjór­kvöld og böll og hann þarf að mæta á þetta allt saman. En ef þú ert í kringum fólk sem ætlar sér að verða best í heimi held ég að það geti smitað út frá sér. Ég er mjög hlynntur því að fara að hugsa þetta upp á nýtt,“ sagði hann.

Hann benti á að trú­lega værum við best í heimi í kringum 12 ára aldurinn en síðan gerðist eitt­hvað. „Þessi þrjú ár, þarna missum við af lestinni. Ef við færum á Essó mótið og horfðum á 12 ára krakka þá myndi ég telja að þau væru bestu 12 ára krakkar í heimi. Þau eru geggjuð en svo gerist eitt­hvað í kringum 15-16 og 17 ára aldurinn. Þá ein­hvern veginn fer þetta niður.“

Af­reks­í­þrótta­brautir eru til í fram­halds­skólum meðal annars í Borgar­holts­skóla og Mennta­skólanum í Kópa­vogi. „Ég vil bara sjá þessa krakka saman á einum stað,“ sagði Hjör­var. „Þá ert ekki að fara í MR eða Versló eða annað og hitta vit­leysinga sem plata við­komandi á bjór­kvöld. Þá eru þau í kringum annað af­reks­í­þrótta­fólk hvort sem það er skíða­fólk eða fim­leika­fólk eða hand­bolta­fólk. Það tjakkar hvort annað upp.

Þetta er pæling.“