Einstaklingurinn sem um ræðir er ekki þátttakandi heldur starfsmaður en kemur ekki frá Japan.

Heilt yfir hafa 74 smit greinst í tengslum við Paralympcs, flest þeirra hjá starfsfólki sem býr í Japan en sex smit hafa fundist í æfingarbúðum.

Íþróttafólki var hleypt inn i Ólympíuþorpið á þriðjudaginn og hefur ekki enn greinst smit hjá neinum af þátttakendunum sem eru komnir í þorpið.

Um 4400 manns taka þátt í Paralympics í ár frá 160 mismunandi þjóðum. Keppni stendur yfir frá 24. ágúst til 5. september og verða íbúar Ólympíuþorpsins skimaðir eftir veirunni daglega.